Gott samstarf við starfsmenn og nemendur er forsenda fyrir hagnýtingu hugverka!

 

 

Hugverkanefnd starfar fyrir Háskóla Íslands og Landspítala og framfylgir verklagi stofnananna um hagnýtingu rannsókna starfsmanna og nemenda.

Hugverkanefnd getur aðstoðað þig við hagnýtingu rannsókna.

Kynntu þér málið!

Hlutverk

Hugverkanefnd ber að hvetja starfsmenn og nemendur til að hagnýta rannsóknarniðurstöður til góðs fyrir samfélagið. Það kann að vera gert með sölu á einkaleyfi í umsjón Hugverkanefndar eða nytjaleyfi. Ef Hugverkanefnd ákveður að sækja um einkaleyfi fjármagnar nefndin þá vinnu. Í sumum tilvikum kann að vera ákjósanlegt að stofna sprotafyrirtæki eða fara í samstarfsverkefni með utanaðkomandi aðila sem hefur þá sérfræðiþekkingu og það bolmagn sem þörf er á til að unnt sé að hagnýta uppfinningu. Hugverkanefnd vinnur með Auðnu - tæknitorgi að tækniyfirfærslu.

Hugverkanefnd hefur útbúið eyðublaðið, Tilkynning um uppfinningu/nýjung, til þess að auðvelda starfsmönnum/nemendum háskólans og Landspítala að senda inn erindi til nefndarinnar. Í skjalinu er að finna helstu atriði sem eru grundvöllur fyrir ákvörðun Hugverkanefndar um hagnýtingu rannsókna.

Hugverkanefnd vinnur að verkefnum sem skapað geta tækifæri til hagnýtingar fyrir fyrirtæki og fjárfesta hér á landi auk þess að koma að stofnun sprotafyrirtækja.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is