Um Hugverkanefnd

Hugverkanefnd var sett á laggirnar samkvæmt ákvörðun háskólaráðs og stjórnarnefndar Landspítala-háskólasjúkrahúss árið 2002 og var nefndin skipuð árið 2003. Hlutverk Hugverkanefndar er að framfylgja því verklagi sem Háskóli Íslands og Landspítali hafa sett sér varðandi hagnýtingu á uppfinningum og rannsóknaniðurstöðum starfsmanna stofnananna. Nefndinni er ætlað að hvetja starfsmenn og nemendur til að hagnýta rannsóknaniðurstöður, meðal annars með öflun einkaleyfa, gerð leyfissamninga og stofnun fyrirtækja. Nefndin metur uppfinningar og hugmyndir með aðstoð viðeigandi sérfræðinga, tekur afstöðu til aðkomu stofnananna að hagnýtingu hugverka og gerir samninga við starfsmenn þar að lútandi.

Í Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala sitja:

  •     Kristinn Andersen, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, formaður nefndarinnar
  •     Sigríður Ólafsdóttir Ph.D,  ​forstöðumaður gæðarannsóknadeildar Alvotech
  •     Torfi Magnússon, læknir á Landspítala

Með nefndinni starfa:

  •    Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands
  •    Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, hugverkalögfræðingur og verkefnisstjóri nýsköpunar, sími 525 5214

Erindisbréf Hugverkanefndar

Starfsreglur Hugverkanefndar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is