Tækifæri

Hugverkanefnd fær í dag tekjur af einum leyfissamningi sem byggir á einkaleyfi Sveinbjörns Gizurarsonar,  prófessors í Lyfjafræðideild, á nýjum frásogshvata sem nýtanlegur er á slímhimnum t.d. nefi. Lyfjafyrirtækið Upsher-Smith hóf á árinu klínískar prófanir í fasa III í 10 löndum á flogaveikislyfi sem byggir á einkaleyfi Sveinbjörns en lyfið er gefið sjúklingum sem fá raðflogaveikisköst með nefúða í stað stungulyfs. Verið er að skoða notkun á uppfinningu Sveinbjörns fyrir önnur lyf. 

Dr. Halldór Þormar og samstarfsmenn hans Hilmar Hilmarsson og Guðmundur Bergsson þróuðu aðferð við að framleiða vatnsblandanlegt mónókaprín-fleyti sem  drepur bakteríur sem valda sýkingum í fólki, t.d. listeríu, kampýlóbakter, salmónellu, stafýlókokka og kólíbakteríur. Aðferðin er vernduð af evrópsku einkaleyfi. Mónókaprin er náttúrulegt örverudrepandi fituefni sem er einkum unnið úr kókósolíu. Öll efni í fleytinu hafa E-númer og eru viðurkennd sem fæðuaukaefni í unna matvöru, svo sem reyktan lax. Sótt hefur verið um leyfi til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins til að nota fleytið fyrir óunnið kjöt.  

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is