Starfsreglur Hugverkanefndar

Hugverkanefnd starfar fyrir Háskóla Íslands og Landspítala, á grundvelli starfsreglna sem byggja á lögum nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna og meginreglum vinnuréttar.   

Starfsreglurnar varða alla starfsmenn, nemendur, rannsóknarstyrkhafa sem og aðra (hér eftir sameiginlega vísað til sem starfsmanna), sem komið hafa fram með uppfinningu/nýjung sem þátt í starfi sínu og tengist tilteknu verkefni sem honum hefur verið falið eða rannsóknum sem stofnanirnar hafa haft umsjón með, óháð því hvort viðkomandi er í hlutastarfi eða fullu starfi. Sama gildir um uppfinningar/nýjungar starfsmanna sem til verða vegna notkunar á auðlindum HÍ og/eða LSH, þ.m.t. fjármunum, húsnæði, efnum, tækjum og annarri starfsaðstöðu. Það hefur ekki áhrif á réttindi og skyldur þessara aðila að þeir gegni störfum bæði fyrir HÍ og LSH.

Starfsreglurnar taka til einkaleyfishæfra uppfinninga og nýjunga, þ.e. uppgötvananna, vísindakenninga, stærðfræðiaðferða, viðskiptaaðferða, verkþekkingar, hönnunar og annað sem ekki fellur undir hugtakið uppfinning í skilningi laga um einkaleyfi nr. 17/1991.

Í starfsreglunum er kveðið á um rétt HÍ og LSH til uppfinninga/nýjunga starfsmanna. Fyrir framlag sitt á starfsmaður rétt á sanngjarni hlutdeild í arði af hagnýtingu uppfinningar/nýjungar og er í starfsreglunum sett fram meginregla við skiptingu þeirra. 

Starfsreglunum er ekki ætlað að hafa áhrif á hefðbundinn rétt starfsmanna til að birta t.d. bækur eða greinar að teknu tilliti til innlagnar einkaleyfisumsóknar. 

Lesa má starfsreglurnar í heild hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is