Samstarf

Vísinda- og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands og Hugverkanefnd starfrækja Upplýsingasetur um einkaleyfi í samstarfi við Hugverkastofu. Hlutverk upplýsingasetursins er að veita almennar upplýsingar um einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi og aðstoða við fyrstu leit í opinberum gagnabönkum um einkaleyfi. 

Hugverkanefnd er aðili að ASTPProton Samtökum evrópskra vísinda- og tækniyfirfærslusérfræðinga og hefur starfsmaður nefndarinnar sótt árlega ráðstefnu samtakanna undanfarin ár.

Háskóli Íslands er aðili að Pan-European Seal áætlun Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO). Á heimasíðum EPO og EUIPO má finna rafrænt fræðsluefni fyrir starfsmenn og nemendur um hugverkaréttindi. Jafnframt hafa skrifstofunar sameiginlega þróað kennsluefni sem er aðgengilegt starfsmönnum og nemendum. Með þátttöku fá nemendur Háskóla Íslands einnig tækifæri til að fara í launað starfsnám hjá EPO og EUIPO. Þar geta nemendur öðlast einstaka starfsreynslu hjá alþjóðastofnunum og alhliða fræðslu á hugverkaréttindum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is