Samstarf

 


Í nóvember 2012 var undirritað samkomulag um samstarf á milli Hugverkanefndar og Tækniyfirfærsluskrifstofu Karolinsku stofnunarinnar um hagnýtingu hugverka og rannsókna. Tækniyfirfærsluskrifstofa Karolinska var sett á laggirnar í nóvember 2010 og er hlutverk hennar að aðstoða starfsmenn og nemendur þar við að hagnýta hugverk og niðurstöður rannsókna.
 

Árið 2012 hófst formlegt samstarf tækniyfirfærsluskrifstofa á Norðurlöndunum á sviði heilbrigðisvísinda undir nafninu NORTTH.  Þátttakendur í samstarfinu eru tækniyfirfærsluskrifstofur sem starfa fyrir Háskóla Íslands, Háskólann í Uppsölum, Háskólann í Helsinki, Aalto háskólann, Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Árósum, Tæknigarðinn í Osló, rannsóknastofnanir í Bergen og Karolinsku stofnunina.

 
Vísinda- og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands og Hugverkanefnd starfrækja Upplýsingasetur um einkaleyfi í samstarfi við Einkaleyfastofuna. Hlutverk upplýsingasetursins er að veita almennar upplýsingar um einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi og aðstoða við fyrstu leit í opinberum gagnabönkum um einkaleyfi. Setrið veitir ekki aðstoð við gerð einkaleyfisumsókna.  

Í júní 2013 undirrituðu Hugverkanefnd og Danska einkaleyfastofan (DKPTO) samstarfssamning um notkun og kynningu á markaðstorginu IP-marketplace sem hannað er af Dönsku einkaleyfastofunni. Tilgangur samningsins er að auðvelda stofnunum/fyrirtækjum á Íslandi að markaðssetja hugverkaréttindi sín auk þess að leita eftir viðskiptatækifærum og samstarfsaðilum um hugverkaréttindi.  
 
 
Hugverkanefnd er aðili að ASTPProton Samtökum evrópskra vísinda- og tækniyfirfærslusérfræðinga og hefur starfsmaður nefndarinnar sótt árlega ráðstefnu samtakanna undanfarin ár.  

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is