Leit í gagnagrunnum

Það getur verið gagnlegt fyrir starfsmenn og nemendur að gera leit í einkaleyfagagnagrunnum. Við leit er meðal annars unnt að skoða:

  • Hvað hefur þegar verið gert á viðkomandi tæknisviði áður en vinna við rannsóknaverkefni hefst og jafnvel til að fá hugmynd að nýju verkefni eða lausn á tæknilegu vandamáli.
  • Hvort uppfinning (niðurstaða rannsóknar) brjóti gegn einkaleyfarétti annarra.
  • Hvort uppfinning (niðurstaða rannsóknar) sé þegar þekkt og því ekki unnt að vernda með einkaleyfi.
  • Hvaða uppfinningar tilteknir vísindamenn eru að skráðir uppfinningamenn að.
  • Hvaða fyrirtæki eru að sækja um einkaleyfi á tilteknum sviðum.

Það eru til ýmsir gjaldfrjálsir einkaleyfagagnagrunnar þar sem hægt er að gera slíkar leitir, þeir helstu eru Espacenet sem rekinn er af Evrópsku einkaleyfastofunni og PatentScope sem rekinn er af Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is