Kynningarefni

Hér að neðan er vísað í kynningarefni sem m.a. aðrir aðilar hafa unnið. Höfundarréttur og ábyrgð á efni er að sjálfsögðu þeirra aðila sem að útgáfunni standa.

Hugverkanefnd hefur gefið út Handbók starfsmanna um tækniyfirfærslu. Handbókin er byggð á riti Michigan háskóla, Inventor´s Guide to Technology Transfer. 

Einkaleyfastofan hefur gefið út bæklinginn „Að sækja um einkaleyfi“ og á heimasíðu stofnunarinnar má finna handbók um einkaleyfisumsóknir og handbók uppfinningamannsins. Á heimasíðu stofnunarinnar er jafnframt að finna opna gagnagrunna Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO), Espacenet, og Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO), Patentscope, sem gagnlegir eru við fyrstu leit að einkaleyfum og umsóknum um einkaleyfi.

Á heimasíðum Evrópsku einkaleyfastofunnar og Alþjóðahugverkastofnunarinnar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um einkaleyfi og einkaleyfaferlið.

Ábendingar um efni sem ætti erindi á þessa síðu eru vel þegnar. Vinsamlegast komið þeim til umsjónarmanns síðunnar: ovr@hi.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is