Risk - Áhættuþættir sykursýki

Risk ehf. hlaut önnur verðlaun í frumkvöðlakeppninni Innovit sem kennd er við Gulleggið árið 2009. Fyrirtækið er sprottið úr rannsóknum innan HÍ. Verkefnið byggist á smíði hugbúnaðar í formi áhættureiknivélar sem metur sjálfvirkt áhættu sykursjúks einstaklings á augnsjúkdómum og sjónskerðingu vegna sykursýki.

Upplýsingar um þekkta áhættuþætti, s.s. tegund og tímalengd sykursýki, langtímablóðsykur og blóðþrýsting, eru skráðar fyrir hvern einstakling og hugbúnaðurinn metur áhættu einstaklingsins.  Þessi áhættugreining mun gefa til kynna skimunartíðni sykursjúkra og því hagræða tíðni skimunar eftir því  sem við á og þar af leiðandi spara fjármuni. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is