Oxymap

Fyrirtækið Oxymap var stofnað af vísindamönnum í læknisfræði og verkfræði við Háskólann til að þróa tækjabúnað sem getur metið blóðþurrðarsjúkdóma í augnbotnum með stafrænni myndvinnslu. Tæknin nýtist við meðhöndlun á sykursýki, bláæðastíflum í sjónhimnu og gláku og metur einnig áhrif lyfja- og leysimeðferðar.

„Við höfum selt nokkur eintök til útlanda og vonandi mun þetta leiða til framfara í greiningu og meðferð augnsjúkdóma,“ segir Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, sem er einn þeirra sem standa að baki fyrirtækinu. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is