Lífeind

Lífeind er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í líf- og erfðatækni. Fyrirtækið hefur það markmið að þróa og markaðssetja nýjar aðferðir til að einangra beint, úr flóknum erfðaefnissýnum, DNA-sameindir með óeðlilega byggingu. Aðferðirnar má m.a. nota til að einangra DNA-sameindir sem innihalda erfðabreytileika, stökkbreytingar og skemmdir.

Unnið er að markaðssetningu aðferða Lífeindar á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirtækið hefur aðsetur innan Lífefna- og sameindalíffræðistofu í Læknagarði, sérhæfðu rannsóknar- og kennsluhúsnæði Læknadeildar Háskóla Íslands. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is