IP Markaðstorg

Hugverkanefnd hefur undirritað samstarfssamning við Dönsku einkaleyfastofuna (DKPTO) um notkun og kynningu á markaðstorginu IP Marketplace sem hannað er af Dönsku einkaleyfastofunni. Tilgangur samningsins er að auðvelda stofnunum/fyrirtækjum á Íslandi að markaðssetja hugverkaréttindi sín auk þess að leita eftir viðskiptatækifærum og samstarfsaðilum um hugverkaréttindi. 

IP Marketplace
er 
rafrænt markaðstorg fyrir hugverkarétt þar sem hægt er að skrá einkaleyfi, smáeinkaleyfi, vörumerki og hönnun til sölu eða samninga um nytjaleyfi. Einnig er hægt að nota markaðstorgið til að leita eftir hugverkarétti til kaups eða til að öðlast nytjaleyfi. IP Marketplace er opið öllum og gjaldfrjálst, hvort heldur aðilar eru að kaupa eða selja.

Á IP Marketplace má finna einkaleyfi sem Hugverkanefnd fyrir hönd Háskóla Íslands og/eða Landspítala hefur hug á að selja eða veita nytjaleyfi að. Smellið á myndina að neðan til að fá frekari upplýsingar um einkaleyfið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is