Fyrir HÍ og LSH

Hugverkanefnd starfar á grundvelli erindisbréfs og starfsreglna sem byggja á lögum nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna og meginreglum vinnuréttar. Háskóli Íslands og Landspítali leggja áherslu á að sú vinna sem fer fram innan stofnananna skili sér til samfélagsins og er það hlutverk Hugverkanefndar að stuðla að og hvetja starfsmenn og doktorsnemendur til að hagnýta rannsóknaniðurstöður.

Uppfinningar

Starfsmenn og nemendur sem stunda rannsóknir hjá Háskóla Íslands eða Landspítala ber að huga að mögulegri hagnýtingu þeirra rannsókna er þeir stunda. Telji starfsmaður/nemandi að rannsóknaniðurstöður feli í sér nýja uppfinningu/nýjung sem geti leitt af sér einkaleyfi eða að hagnýta megi með öðrum hætti ber honum að tilkynna Hugverkanefnd um uppfinninguna/nýjungina. Starfsmaður/nemandi skal leita álits Hugverkanefndar sé hann í vafa um hvort verkefni falli undir verksvið nefndarinnar.

Sprotafyrirtæki

Hugverkanefnd hefur haft aðkomu að eignaraðild Háskóla Íslands og/eða Landspítala að fyrirtækjunum Heilsugreind, ArcticBio, Calor, Atmonia, Taramar, Capretto, Grein research, Fiix greining, Marsýn, iMonIT, Hugarheill, Þróunarfélagið Stika, Risk, Lipid Pharmaceuticals, Oculis, Akthelia, Oxymap og Lífeind.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is