Fyrir atvinnulífið

Háskóli Íslands og Landspítali leggja áherslu á samstarf við innlendar rannsóknastofnanir, háskóla, fyrirtæki og menningarstofnanir, m.a. til að samnýta mannauð, aðstöðu til rannsókna, húsnæði og tækjakost.
Auk þess er það vilji stofnananna að nýta rannsóknir markvisst í þágu nýsköpunar og frumkvöðla- og þróunarstarfs.

Hugverkanefnd ber að leita leiða til hagnýta rannsóknir starfsmanna/nemenda til góðs fyrir samfélagið.  Það kann að vera gert með sölu á hugverkum í umsjón Hugverkanefndar eða nytjaleyfi.  Í sumum tilvikum kann þó að vera ákjósanlegt að stofna fyrirtæki eða fara í samstarfsverkefni með fyrirtæki, einstaklingi eða háskóla sem hefur þá sérfræðiþekkingu og það bolmagn sem þörf er á til að unnt sé að hagnýta uppfinningu.


Hugverkanefnd er að vinna að verkefnum sem skapa geta tækifæri til hagnýtingar fyrir fyrirtæki og fjárfesta hér á landi auk þess að koma að stofnun sprotafyrirtækja sem skapa önnur tækifæri sem vert er að kynna sér.

Vinsamlegast hafið samband við Gyðu Einarsdóttur, ritara Hugverkanefndar, gyda@hi.is, ef áhugi er fyrir því að skoða samstarf við Hugverkanefnd um hagnýtingu uppfinninga Háskóla Íslands og Landspítala.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is