Fræðsla

Hugverkanefnd hefur gefið út Handbók starfsmanna um tækniyfirfærslu. Handbókin er byggð á riti Michigan háskóla, Inventor´s Guide to Technology Transfer. 

Á heimasíðum HugverkastofunnarEvrópsku einkaleyfastofunnar og Alþjóðahugverkastofnunarinnar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um einkaleyfi og einkaleyfaferlið.

Háskóli Íslands er aðili að Pan-European Seal áætlun Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO). Á heimasíðum EPO og EUIPO má finna rafrænt fræðsluefni fyrir starfsmenn og nemendur um hugverkaréttindi. Jafnframt hafa skrifstofunar sameiginlega þróað kennsluefni sem er aðgengilegt starfsmönnum og nemendum. Með þátttöku fá nemendur Háskóla Íslands einnig tækifæri til að fara í launað starfsnám hjá EPO og EUIPO. Þar geta nemendur öðlast einstaka starfsreynslu hjá alþjóðastofnunum og alhliða fræðslu á hugverkaréttindum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is