Erindi til Hugverkanefndar

Hugverkanefnd hefur útbúið eyðublaðið, Tilkynning um uppfinningu/nýjung, til þess að auðvelda starfsmönnum/nemendum háskólans og Landspítala að senda inn erindi til nefndarinnar. Í skjalinu er að finna helstu atriði sem eru grundvöllur fyrir ákvörðun Hugverkanefndar um hagnýtingu rannsókna.

Þegar Hugverkanefnd berst tilkynning frá starfsmanni/nemenda skoðar nefndin hvort unnt sé að vernda uppfinningu/nýjung með einkaleyfi eða öðrum skráðum hugverkaréttindum með það að markmiði að þriðji aðili hagnýti viðkomandi uppfinningu/nýjung með kaupum eða nytjaleyfi.  Í sumum tilvikum kann að vera ákjósanlegt að stofna fyrirtæki eða fara í samstarfsverkefni með utanaðkomandi aðila sem hefur þá sérfræðiþekkingu og það bolmagn sem þörf er á til að unnt sé að hagnýta uppfinningu. Ferlinu í kjölfar tilkynningar er í grófum dráttum lýst hér til hliðar. Hafa ber í huga að aðkoma Hugverkanefndar að verkefnum er mismunandi eftir eðli og stöðu verkefna.   

Vinsamlegast sendið erindið til Ólafar Vigdísar Ragnarsdóttur, starfsmann Hugverkanefndar, aðalbygging A-137, Sæmundargötu 2, 101 Reyjavík. Erindið má einnig senda rafrænt á ovr@hi.is, sími 525 4901.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is